„Þetta hefur verið ógeðslega gaman og gengið vel, við erum á góðri siglingu og það mun vonandi halda áfram," segir Eggert Aron Guðmundsson um lífið hjá norska liðinu Brann.
Brann er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í sjálfa Evrópudeildina þar sem það mætir öflugum andstæðingum. Eggert hefur verið í stóru hlutverki undir stjórn Freys Alexanderssonar.
Brann er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í sjálfa Evrópudeildina þar sem það mætir öflugum andstæðingum. Eggert hefur verið í stóru hlutverki undir stjórn Freys Alexanderssonar.
„Þetta er geggjað. Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum, ég hef staðið mig vel og sýnt að ég á fullt erindi þarna. Það er gaman að fá svona hlutverk."
„Þetta er risastórt (að komast í Evrópudeildina), félagið hefur ekki farið í Evrópukeppni síðan 2008 og það verður gaman fyrir fólkið í Bergen að fá þessa leiki. Þetta verður bara frábært."
Eggert er kominn til Íslands þar sem hann er á leið í landsliðsverkefni með U21 landsliðinu en framundan eru leikir gegn Færeyjum og Eistlandi, fyrstu leikirnir í undankeppni EM.
Athugasemdir