Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. október 2020 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nælir Man Utd í Sancho eða Dembele?
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Skriniar er orðaður við Tottenham.
Skriniar er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Evrópu loki. Mörg félög eru að reyna að krækja í leikmenn á síðustu metrunum. Hér er það helsta í slúðrinu þennan laugardaginn.



Bayern München er í viðræðum við Chelsea um að fá kantmanninn Callum Hudson-Odoi (19) á láni út leiktíðina. (Sport Bild)

Ousmane Dembele (23) er núna tilbúinn að fara til Manchester United en Barcelona er ekki enn búið að samþykkja að lána hann. (L'Equipe)

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er búinn að hringja í Dembele, félaga sinn í franska landsliðinu, til að reyna að sannfæra hann um að koma til United. (Mundo Deportivo)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er tilbúinn að selja Daniel James (22) til að fjármagna kaup á Jadon Sancho (20) frá Borussia Dortmund. Norðmaðurinn á eftir að sannfæra stjórn félagsins um að selja James. (ESPN)

Leeds er tilbúið að kaupa James á 25 milljónir punda. James var næstum því búinn að ganga í raðir Leeds frá Swansea í janúar 2019. (Football Insider)

Inter Milan hefur áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Marcos Alonso (29) á láni frá Chelsea með möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið, en Chelsea vill bara selja hann. (Goal)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segist ekki hafa átt nein samtöl varðandi Reiss Nelson (20), kantmann Arsenal, þrátt fyrir sögusagnir um annað. (Mirror)

Diogo Dalot (21), bakvörður Manchester United, er í viðræðum við AC Milan, en Roma hefur líka áhuga á að fá hann sem hluta af kaupunum á miðverðinum Chris Smalling (30). (Sun)

Lucas Torreira (24), miðjumaður Arsenal, er lentur í Madríd þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Atletico Madrid. Hann fer á láni út leiktíðina og mun Atletico geta keypt hann eftir tímabilið á rúmar 18 milljónir punda. (AS)

Tottenham mun gera nýja tilraun til að kaupa miðvörðinn Milan Skriniar (25) frá Inter um helgina. (Standard)

Tottenham hefur líka spurst fyrir um miðvörðinn Merih Demiral (22) en Juventus er ekki til í að láta hann fara. (Goal)

Burnley er ekki tilbúið að borga uppsett verð Liverpool fyrir kantmanninn Harry Wilson (23). Liverpool vill 15 milljónir punda fyrir hann. (Football Insider)

Bournemouth, Swansea og Luton, sem eru í Championship-deildinni á Englandi, hafa öll áhuga á Cameron Carter-Vickers (22), varnarmanni Tottenham. (Mail)

Slaven Bilic, stjóri West Brom, vill losa sig við leikmenn sem eru ekki inn í myndinni hjá honum. Þar á meðal er danski sóknarmaðurinn Kenneth Zohore (26), sem er á óskalista Sheffield Wednesday. (Yorkshire Live)

Arsenal er tilbúið að leyfa varnarmanninum William Saliba (19) að fara á láni og standa yfir viðræður við franska félagið Rennes. (Guardian)

Inter er að ganga frá kaupum á bakverðinum Matteo Darmian (30) frá Parma á 1,8 milljónir punda. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner