Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   þri 03. október 2023 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Dómarasambandið birti hljóðbrot úr leik Tottenham og Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það var mikið ósætti um helgina þegar Tottenham lagði Liverpool að velli 2-1 eftir afar dramatíska viðureign, þar sem gestirnir frá Liverpool skoruðu fyrsta mark leiksins en það var ekki dæmt gilt vegna misskilnings hjá dómarateyminu.

Aðstoðardómarinn flaggaði Luis Díaz rangstæðan en Kólumbíumaðurinn kláraði færið með að setja boltann í netið. Flaggið var þó uppi og eftir snögga athugun í VAR-herberginu var dómurinn staðfestur af Darren England, VAR-dómara leiksins.

Það kom síðar í ljós að England hafði misskilið ákvörðunina sem var tekin á vellinum. Hann hélt að markið hefði verið dæmt gilt og staðfesti því rangan dóm.

Leikurinn fór aftur af stað skömmu eftir atvikið og voru VAR-dómararnir snöggir að átta sig á mistökunum, en þeir töldu sig ekki hafa vald til að stöðva leikinn aftur og láta dómarann snúa ákvörðuninni við.

Dómarasambandið harmar þessi mistök og er staðráðið í að læra af þeim.

Myndbandið og yfirlýsingu dómarasambandsins í heild má sjá með að smella hér.

   03.10.2023 12:07
VAR klúðrararnir í kælingu - Liverpool búið að fá upptökurnarAthugasemdir
banner
banner
banner
banner