Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elmar um Rúnar: Nærvera sem er ekki hægt að finna annars staðar
watermark Rúnar Kristinsson er að kveðja KR.
Rúnar Kristinsson er að kveðja KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var seinasti heimaleikurinn í ár og seinasti leikurinn hjá Rúnari Kristins á KR-vellinum í einhvern tíma. Hann á sennilega 30 prósent af öllum titlum sem KR hefur unnið. Við vildum klára þetta með sæmd fyrir hann og fyrir okkur sjálfa," sagði Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, eftir ótrúlegan 4-3 sigur á Breiðabliki á sunnudag.

KR tilkynnti á föstudag að Rúnar myndi ekki fá nýjan samning hjá félaginu.

Rúnar hefur stýrt liðinu síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang. Hann er goðsögn bæði sem leikmaður og þjálfari hjá félaginu.

Elmar segir að það hafi verið frábært að spila hjá Rúnari.

„Þetta er frábær náungi og þvílíkt þægilegur, með nærveru sem er ekki hægt að finna annars staðar. Hann er frábær þjálfari sem verður sárt saknað. Hann er klárlega búinn að setja KR á þann stall sem það er á í dag," sagði Elmar.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Rúnar gerir næst og hvað KR gerir í þjálfaramálum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Óskar Hrafn Þorvaldsson efstur á óskalista KR.
Ákvörðunin kom Rúnari á óvart - „Sjá KR-liðið í höndum einhvers annars"
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner