Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   þri 03. október 2023 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Mitrovic og Neymar skoruðu í Íran
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic, Neymar og Saleh Al-Shehri gerðu mörkin í 0-3 sigri Al-Hilal á útivelli gegn Nassaji Mazandaran í Íran er liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu.

Mitrovic skoraði í fyrri hálfleik og innsiglaði Neymar sigurinn í þeim síðari, þegar aðeins 20 leikmenn voru eftir inni á vellinum eftir að leikmaður úr sitthvoru liði var rekinn af velli í fyrri hálfleik.

Stjörnum prýtt lið Al-Ittihad, sem er ríkjandi meistari í Sádí-Arabíu og með leikmenn á borð við Karim Benzema, N'Golo Kante og Fabinho innanborðs, átti að mæta til leiks í gær en neitaði að ganga á völlinn á heimavelli Sepahan í Íran vegna styttu við inngang vallarins. Styttan er af Qasem Soleimani, fyrrum herforingja Íran sem var sakaður um að myrða sádí-arabískan sendiherra. Soleimani lést fyrir þremur árum eftir sprengjuárás Bandaríkjamanna.

Abdelhamid Sabiri skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri Al-Feiha á heimavelli gegn Pakhtakor frá Úsbekistan. Sabiri gekk í raðir Al-Feiha í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Sampdoria, Paderborn og Huddersfield meðal annars.

Al-Hilal er með fjögur stig eftir tvær umferðir á meðan Al-Feiha er með þrjú stig.

Nassaji Mazandaran 0 - 3 Al-Hilal
0-1 Aleksandar Mitrovic ('18)
0-2 Neymar ('58)
0-3 Saleh Al-Shehri ('93)
Rautt spjald: A. Houshmand ('38, Nassaji)
Rautt spjald: S. Al-Faraj ('38, Al-Hilal)

Al-Feiha 2 - 0 Pakhtakor
1-0 Abdelhamid Sabiri ('10)
2-0 Abdelhamid Sabiri ('71)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner