Kuldafagn Cole Palmer, eða 'Cold Palmer', er orðið heimsfrægt. Palmer hefur skorað linnulaust fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni síðustu tólf mánuði og fagnað eins og hann sé með kuldahroll.
Fagnið hefur orðið gríðarlega vinsælt og meðal annars lék spretthlauparinn Letsile Tebogo það eftir þegar hann vann gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París.
En hvaðan kemur þetta fagn? Morgan Rogers leikmaður Aston Villa á það upphaflega. Hann og Palmer eru perluvinir eftir að hafa verið saman í akademíu Manchester City.
Fagnið hefur orðið gríðarlega vinsælt og meðal annars lék spretthlauparinn Letsile Tebogo það eftir þegar hann vann gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París.
En hvaðan kemur þetta fagn? Morgan Rogers leikmaður Aston Villa á það upphaflega. Hann og Palmer eru perluvinir eftir að hafa verið saman í akademíu Manchester City.
„Palmer stal þessu fagni frá mér og hljóp í burtu með það. Algjör ósvífni," segir Rogers hlæjandi. „Nei hann má eiga þetta. Hann er búinn að skora 40 mörk eða eitthvað, alveg fáránlegt. Ég get lítið kvartað er það?"
Palmer hefur sjálfur sagt í viðtali að hann hafi upphaflega tekið fagnið fyrir Morgan og síðan haldið því áfram.
„Morgs vinur minn tók þetta fagn þegar hann var hjá Middlesbrough og ég sagði honum að ég tæki það líka ef ég næði að skora. Allir vita að núna er þetta fagnið mitt," sagði Palmer í viðtali.
Athugasemdir