Margir stuðningsmenn Liverpool voru með hnút í maganum í febrúar er Jürgen Klopp tilkynnti að hann myndi hætta eftir tímabilið. Hann rétti hollenska þjálfaranum Arne Slot kyndilinn sem er þegar farinn að koma sér í metbækurnar.
Slot hefur aðeins stýrt Liverpool í níu leikjum og unnið átta þeirra, en aðeins tapað einum.
Byrjun hans og liðsins er sú besta í sögunni, en liðið hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í þessum níu leikjum.
Eftir 2-0 sigur liðsins á Bologna í gær var hann spurður út í tilfinninguna að setja þetta met og ættu stuðningsmenn að vera sáttir við svar hollenska stjórans, sem er hungraður í meiri árangur.
„Ég dreg ekki margar ályktanir frá þessu en þetta er gaman. Það hafa svo margir ótrúlegir stjórar unnið hér og gert svo margt sérstakt. Ég vona að fólk muni ekki muna eftir mér sem stjóranum sem vann bara átta af níu leikjum. Ég vonast til að gera eitthvað meira sérstakt en það,“ sagði Slot.
Athugasemdir