PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 10:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilhjálmur Bretaprins missti röddina á Villa Park
Vilhjálmur Bretaprins.
Vilhjálmur Bretaprins.
Mynd: EPA
Vilhjálmur Bretaprins var að sjálfsögðu mættur á völlinn í gær þegar Aston Villa spilaði gegn Bayern München í Meistaradeildinni.

Þetta var fyrsti Evrópuleikur Villa og Bayern í 42 ár, og það voru heimamenn sem höfðu betur á Villa Park. Sigurmarkið gerði varamaðurinn Jhon Duran.

Vilhjálmur er mikill stuðningsmaður Aston Villa og skemmti hann sér konunglega.

Hann ræddi örstutt við blaðamenn á viðtalasvæðinu eftir leikinn í gær.

„Ég er búinn að tapa röddinni. Ég er trúi þessu ekki, 42 ár," sagði Vilhjálmur eftir leikinn.

Þetta var ótrúlegt kvöld fyrir Aston Villa sem hefur farið vel af stað á nýju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner