Ray Anthony Jónsson, þjálfari Reynis Sandgerði, skrifar undir eins árs samning við félagið og verður þetta því hans þriðja ár með liðið.
Ray tók við liðinu fyrir sumarið 2023 og vann 3. deildina á sínu fyrsta tímabili með liðinu. En í sumar féll Reynir Sandgerði úr 2. deildinni með aðeins 15 stig og enduðu Reynismenn í neðsta sæti deildarinnar.
„Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera og því heldur vinnan okkar áfram. Ég er glaður að hafa fengið traustið til að halda áfram með liðið.“ sagði Ray eftir undirskriftina.
Vinna er hafinn við ráðningu á aðstoðarþjálfara og er von á frekari fréttum innan tíðar hvað það varðar.
Líkt og fótbolti.net greindi frá í morgun að þá hefur Sindri Þór nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Reyni Sandgerði. Einnig mun þá Hubert Kotus yfirgefa félagið.