Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 09:55
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Calvert-Lewin - Fjórir enskir á blaði Newcastle
Powerade
Dominic Calvert-Lewin,
Dominic Calvert-Lewin,
Mynd: Getty Images
Til Bandaríkjanna?
Til Bandaríkjanna?
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: EPA
Calvert-Lewin, Lingard, Winks, Barkley, Trippier, Telles, Vlahovic, Haaland, Diaz og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Arsenal vill fá enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (24) í staðinn fyrir Alexandre Lacazette (30). (Mirror)

Newcastle ætlar að reyna við fjóra enska leikmenn í janúar. Það eru Jesse Lingard (28) hjá Manchester United, miðjumaðurinn Harry Winks (25) hjá Tottenham, Ross Barkley (27) miðjumaður Chelsea og Kieran Trippier (31) bakvörður Atletico Madrid. (Telegraph)

Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles (28) hjá Manchester United er á óskalistum Inter og AC Milan. (Sun)

Arsenal og Juventus berjast um að fá serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (21) frá Fiorentina. (Tuttosport)

Borussia Dortmund vill ekki staðfesta hvort samningur Erling Haaland (21) sé með riftunarákvæði upp á 64 til 85 milljónir punda. (Sport 1)

Pep Guardiola hyggst stýra New York City FC þegar samningur hans við Manchester City rennur út 2023. (90min)

Liverpool er orðað við kólumbíska vængmanninn Luis Díaz (24) hjá Porto. (Marca)

Antonio Conte, nýr stjóri Tottenham, vill vera með fulla stjórn á styrkingum félagsins í janúar í samvinnu við Fabio Paratici. (Football Insider)

Tottenham mun bjóða Hugo Lloris (34) nýjan samning til 2023. (Tuttomercatoweb)

Chelsea hyggst bjóða senegalska markverðinum Edouard Mendy (25) nýjan og endurbættan samning. (Football Insider)

Umboðsmaður Ousmane Dembele (24) ráðleggur honum að skrifa ekki undir nýjan samning við Barcelona. Manchester United og Newcastle hafa áhuga á honum. (Mundo Deportivo)

Spænski framherjinn Ferran Torres (21) hefur beðið um að fara frá Manchester City en hann hefur gert munnlegt samkomulag við Barcelona um fimm ára samning. (Mundo Deportivo)

Joan Laporta forseti Barcelona segir að fjárhagsstaða félagsins kalli á að leikmenn verði seldir áður en nýir koma inn. (Sport)

West Ham hefur áhuga á hollenska varnarmanninum Nathan Ake (26) hjá Manchester City. (90min)

Umboðsmaður brasilíska framherjans Gabriel Barbosa (25), sem hefur verið orðaður við Arsenal og West Ham, segir ólíklegt að hann færi sig um set í janúar. (Mail)

Isco (29) mun yfirgefa Real Madrid í janúar ef rétt tilboð berst. (AS)

Connor Goldson (28), fyrrum miðvörður Brighton, hefur hafnað nýju samningstilboði frá Rangers. Hann vonast til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í janúar. (Football Insider)

Middlesbrough er meðal félaga í Championship-deildinni sem vilja sóknarmanninn Folarin Balogun (20) á láni frá Arsenal í janúar. (Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner