
Clint Dempsey fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í fyrra marki Hollendinga sem Memphis Depay sokraði.
Hann tekur Tyler Adams fyrirliða liðsins fyrir.
„Tyler Adams mun hata það að sjá þetta aftur, Memphis vinnur hann bara. Ekki gaman að sjá þetta, því miður fyrir Tyler eru þetta einu mistökin hans á mótinu hingað til og honum er refsað," sagði Dempsey.
Daley Blind bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks og staðan er enn 2-0 þegar um 20 mínútur eru til leiksloka og allt stefnir í að Bandaríkjamenn kveðji mótið.
Athugasemdir