Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 14:35
Elvar Geir Magnússon
Enzo skoraði loksins sitt fyrsta úrvalsdeildarmark
Enzo Fernandez skoraði.
Enzo Fernandez skoraði.
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez kom Chelsea yfir gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni en það er einn af fjórum leikjum sem eru í gangi í deildinni.

Þetta var heldur betur langþráð og kærkomið mark fyrir argentínska landsliðsmanninn en þetta var fyrsta mark hans í ensku úrvalsdeildinni.

Benoit Badiashile átti sendinguna á Enzo sem skoraði með skalla.

Enzo er 22 ára og var keyptur til Chelsea fyrir yfir 100 milljónir punda í janúar en verðmiðinn á honum rauk upp úr öllu valdi eftir frábæra frammistöðu hans í sigri Argentínu á HM í Katar.

Hann er fjórði Argentínumaðurinn sem skorar fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hernán Crespo (20), Gonzalo Higuaín (5) og Juan Sebastián Verón (1) eru hinir.

Fyrr á tímabilinu skoraði Enzo í leik gegn Wimbledon í deildabikarnum.

Chelsea er að vinna Brighton 2-0 þegar þessi frétt er skrifuð. Levi Colwill, sem var á láni hjá Brighton á síðasta tímabili, skoraði annað markið. Einnig hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner