Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   sun 03. desember 2023 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Haaland ekki sáttur með dómgæsluna: Wtf!
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland var ekki sáttur við dómgæsluna í einu atviki í 3-3 jafntefli Manchester City gegn Tottenham á Etihad-leikvanginum í dag.

Staðan var 3-3 og komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma er Haaland fékk boltann við miðjubogann.

Það var augljóslega brotið á Haaland, en hann hélt boltanum og beitti Simon Hooper, dómari leiksins, hagnaðarreglunni.

Haaland kom síðan með langan bolta inn fyrir vörn Tottenham þar sem Jack Grealish var sloppinn í gegn. Hooper hætti skyndilega við að beita hagnaðarreglunni og dæmdi á brotið.

Norðmaðurinn var afar ósáttur og ræddi stuttlega við dómarann, en það hjálpaði lítið. Hann birti síðan myndskeið af atvikinu á X og skrifaði undir: „Wtf,“ eða 'Hvað í andskotanum'.


Athugasemdir
banner
banner
banner