Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy: Baráttuandinn kom okkur í gegnum leikinn
Ruud van NIstelrooy klappar fyrir stuðningsmönnum Leicester eftir leik
Ruud van NIstelrooy klappar fyrir stuðningsmönnum Leicester eftir leik
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Ruud van Nistelrooy fékk draumabyrjun með Leicester City í kvöld er liðið vann West Ham United, 3-1, á King Power-leikvanginum.

Van Nistelrooy tók við keflinu hjá Leicester um helgina og mætti síðan í fyrsta sinn á hliðarlínuna í kvöld.

West Ham fékk fullt af færum í leiknum og þá komu tvö vafaatriði í leiknum en hlutirnir gengu bara ekki upp. Sóknarmenn Leicester voru skilvirkir fram á við og skoruðu þrjú góð mörk.

„Þegar upp er staðið horfir maður á úrslitin, stigin þrjú og stöðuna sem við erum í. Þetta er gríðarlega mikilvægt. Við vissum að þessi umferð væri stór fyrir okkur út af öðrum leikjum. Úrslitin eru það sem skipta máli, en ég sá auðvitað leikinn og West Ham var með öll völd. Baráttuandinn kom okkur í gegnum leikinn og við vorum mjög skilvirkir í mörkunum. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Van Nistelrooy við BBC.

Leicester-liðið fékk 31 skot á sig í leiknum en Van Nistelrooy segir að það sé hægt að laga margt við leik liðsins.

„Þetta er eitthvað sem við getum unnið í. Það er staðreynd, en andinn og orkan í þessu liði. Hver einasti leikmaður var að gera allt sem þeir gátu þegar þeir voru án bolta. Það komu viðbrögð frá áhorfendum því þeir sáu leikmenn leggja sig fram og þá er hægt að byggja eitthvað.“

„Við vitum hver staðallinn er í ensku úrvalsdeildinni og vitum líka að allt þarf að ganga upp í öllum leikjunum sem við spilum. Við verðum að æfa og þróa skyndisóknirnar, varnarleikinn og þegar við erum með boltann. Margt sem hægt er að vinna í en fyrst og fremst ótrúlega ánægður með stigin þrjú.“

„Ég sagði fyrir leikinn að þetta væri þriðji dagurinn sem við erum að vinna saman og ég er að taka ákvarðanir hver á að vera í liðinu og utan þess. Ég hef ekki einu sinni talað við þá, þannig ég verð að hrósa þeim fyrir það hvernig þeir brugðust við
sagði Van Nistelrooy í lokin.
Athugasemdir
banner
banner