West Ham er byrjað að skoða mögulega eftirmenn fyrir Julen Lopetegui en hans starf hangir á bláþræði.
Samkvæmt Guardian er Sergio Conceicao, fyrrum stjóri Porto, á óskalistanum.
Samkvæmt Guardian er Sergio Conceicao, fyrrum stjóri Porto, á óskalistanum.
West Ham tapaði 5-2 gegn Arsenal um síðastliðna helgi og við það jókst pressan á Lopetegui.
Lopetegui tók við West Ham síðasta sumar en það hefur ekki gengið vel hjá honum fyrstu mánuðina í nýju starfi. West Ham er sem stendur í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en væntingarnar voru meiri eftir stóran leikmannaglugga hjá félaginu.
Conceicao er kostur ef Lopetegui verður rekinn en hann er án starfs eftir að hafa yfirgefið Porto síðasta sumar.
Athugasemdir