Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. janúar 2020 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Sam Kerr komin til Chelsea (Staðfest)
Kerr er fyrirliði ástralska landsliðsins og hefur skorað 38 mörk í 83 landsleikjum.
Kerr er fyrirliði ástralska landsliðsins og hefur skorað 38 mörk í 83 landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Chelsea tók stórt skref í toppbaráttu WSL, efstu deildar kvenna á Englandi, með kaupum á áströlsku landsliðskonunni Sam Kerr.

Kerr er af mörgum talin ein af bestu knattspyrnukonum heims og var til að mynda valin knattspyrnukona ársins hjá The Guardian.

Undanfarin ár hefur Kerr, sem er 26 ára gömul, spilað í bandaríska boltanum samhliða þeim ástralska. Þegar bandaríska tímabilið fer í pásu fer hún heim til Ástralíu og spilar fyrir Perth Glory.

Kerr hefur verið markahæst síðustu þrjú tímabil bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu og er hún markahæsti leikmaður í sögu beggja deilda.

Það verður áhugavert að sjá hvernig henni gengur að takast á við nýja áskorun, en Chelsea er í þriðja sæti ensku deildarinnar sem stendur með 23 stig eftir 9 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner