Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. janúar 2023 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru Íslendingarnir í MLS að þéna - „Stærsti samningurinn"
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með DC United.
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með DC United.
Mynd: Getty Images
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru þrír Íslendingar að spila í MLS-deildinni í Norður-Ameríku um þessar mundir.

Það er áhugavert í bandarískum íþróttum að allar launatölur eru gefnar upp. Á þetta við um körfubolta, hafnabolta, fótbolta og svo gott sem allar aðrar íþróttir.

Af Íslendingunum í deildinni er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður DC United, langlaunahæstur. Hann er með um 120 milljónir íslenskra króna í árslaun, 850 þúsund dollara.

Bónusar eru ekki teknir með í þessari upphæð, þetta eru bara grunnlaunin.

Guðlaugur Victor gekk í raðir DC United frá Schalke í Þýskalandi í fyrra. Schalke var ekki tilbúið að bjóða honum nýjan samning í fyrra þegar DC United kom inn í myndina. Hann uppljóstraði því í hlaðvarpinu Dr Football að samningurinn hjá DC væri besti samningur sem hann hefði fengið á ferlinum.

„Þetta er stærsti samningur sem ég hef fengið á mínum ferli. Ég átti eitt ár eftir hjá Schalke og þeir voru ekki tilbúnir að skuldbinda sig. Ég fæ tveggja og hálfs árs samning á betri launum; ég er 31 árs og fæ þá þetta öryggi. Sonur minn býr í Kanada og þarna fer ég til Norður-Ameríku. Þetta var 'no-brainer'," sagði miðjumaðurinn.

Guðlaugur Victor er 31 árs gamall en hinir tveir Íslendingarnir í MLS eru yngri, leikmenn sem eru að hefja sinn feril.

Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson er á mála hjá Montreal en hann er með 150 þúsund dollara í árslaun eða um 21,5 milljónir íslenskra króna.

Þorleifur Úlfarsson, sem fór í gegnum nýliðavalið til Houston Dynamo, er með um 9,4 milljónir íslenskra króna eða rúmlega 65 þúsund dollara.

Lorenzo Insigne, sem spilar með Toronto, er langlaunahæsti leikmaður deildarinnar með 14 milljónir dollara í árslaun.

Þessar tölur koma fram hjá leikmannasamtökunum í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner