Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Sonur Simeone með tvö mörk í stórsigri
Giuliano Simeone hefur verið að standa sig vel með Atlético
Giuliano Simeone hefur verið að standa sig vel með Atlético
Mynd: EPA
Atletico Madrid 5 - 0 Getafe
1-0 Giuliano Simeone ('8 )
2-0 Giuliano Simeone ('17 )
3-0 Lino ('42 )
4-0 Angel Correa ('78 )
5-0 Alexander Sorloth ('86 )

Giuliano Simeone, sonur Diego Simeone, skoraði tvö mörk fyrir Atlético Madríd er liðið vann 5-0 stórsigur á Getafe í 8-liða úrsltum spænska konungsbikarsins í kvöld.

Atlético hefur verið öflugt varnarlega á tímabilinu en í kvöld fengu sóknarmennirnir að skína.

Simeone, sem hefur spilað stóra rullu undir stjórn föður síns, skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútum.

Samuel Lino gerði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks og þá bættu þeir Angel Correa og Alexander Sorloth við tveimur mörkum fyrir leikslok.

Einfalt og þægilegt hjá Atlético sem er fyrsta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner