Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Rashford og Maguire öskruðu á hvorn annan
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Það var áþreifanlegur pirringur meðal leikmanna Manchester United í markalausa jafnteflinu gegn Crystal Palace í gær. United lék illa og gerði sitt þriðja markalausa jafntefli í röð.

Daily Mail gerir harkaleg orðaskipti Marcus Rashford og Harry Maguire að fréttaefni. Maguire, fyrirliði United, var reiður út í Rashford fyrir að vera veiddur í rangstöðugildru í seinni hálfleik.

„Hvað viltu eiginlega að ég geri?" svaraði Rashford og reiður Maguire öskraði þá: „Koma þér úr fokking rangstöðunni!"

Rashford öskraði til baka, sagði fyrirliðanum að grjóthalda kjafti og F-orðið fékk að fjúka meira.

United náði að skapa sér afskaplega lítið gegn skipulögðu liði Palace.

„Þetta var virkilega léleg frammistaða, tölum hreint út. Þeir voru svo lélegir," sagði Gary Neville um spilamennsku Manchester United á Sky Sports.

Manchester United er enn í öðru sæti en liðið heimsækir granna sína í Manchester City á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner