Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu fyrsta mark Karólínu með Bayern München
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á skotskónum í dag þegar hún spilaði sinn fyrsta leik með þýska stórveldinu Bayern München.

Hin 19 ára gamla Karólína Lea kom til Bayern fyrir nokkrum vikum síðan frá Breiðablik. Hún kom meidd til félagsins en hefur hægt og rólega verið að vinna sig inn í hlutina hjá félaginu og hún var í hópnum sem ferðaðist til Kasakstan fyrir leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Karólína kom inn á sem varamaður á 65. mínútu í dag og þremur mínútum síðar var hún búin að skora. Hún kom liðinu í 5-1 en leikurinn endaði 6-1 fyrir Bayern sem hefur unnið alla leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni til þessa.

Seinni leikurinn í þessu einvígi fer fram í næstu viku en það er óhætt að bóka Bayern áfram eftir þennan stórsigur á útivelli í dag.

Hægt er að sjá mörkin úr leiknum hér að neðan, þar á meðal mark Karólínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner