Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 04. mars 2023 16:32
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Schalke spyrnti sér frá botninum
Schalke er komið upp úr botnsætinu
Schalke er komið upp úr botnsætinu
Mynd: EPA
Schalke vann annan leik sinn í röð í þýsku deildinni í dag er liðið bar sigurorð af Bochum, 2-0.

Schalke var í miklum vandræðum fyrri hluta tímabilsins en það virðist allt stefna í rétta átt.

Liðið hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum og vann nú annan leik sinn í röð.

Schalke er nú komið upp úr botnsætinu og í 17. sæti deildarinnar með 19 stig.

Borussia Monchengladbach og Freiburg gerðu markalaust jafntefli en Ramy Bensebaini, leikmaður Gladbach, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

Augsburg lagði Werder Bremen, 2-1. Arne Meier skoraði sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Union Berlín, sem er í toppbaráttu, gerði markalaust jafntefli við Köln.

Úrslit og markaskorarar:

Union Berlin 0 - 0 Koln

Mainz 1 - 0 Hoffenheim
1-0 Leandro Martins ('33 )

Borussia M. 0 - 0 Freiburg
Rautt spjald: Ramy Bensebaini, Borussia M. ('87)

Bochum 0 - 2 Schalke 04
0-1 Manuel Riemann ('45 , sjálfsmark)
0-2 Marius Bulter ('79 )

Augsburg 2 - 1 Werder
1-0 Dion Drena Beljo ('5 )
1-1 Jens Stage ('16 )
2-1 Arne Maier ('46 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner
banner