Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. mars 2024 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðsli Arons ekki eins alvarleg og þau litu út fyrir að vera
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson mun líklega missa af byrjun Íslandsmótsins vegna meiðsla sem hann lenti í gegn ÍA í Lengjubikarnum á dögunum.

Meiðslin litu illa út í upphafi og var óttast það í fyrstu að þau gætu verið mjög alvarleg.

Um er að ræða ökklameiðsli og þó þau séu vissulega alvarleg, þá eru þau eru ekki eins alvarleg og búist var við fyrst.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, vonast til þess að Aron geti komið til baka eftir fjórar til sex vikur.

Fyrsti leikur Víkinga í Bestu deildinni er gegn Stjörnunni þann 6. apríl nætkomandi og svo þar á eftir eru leiki gegn Fram á útivelli og Breiðabliki heima.

Aron kom heim síðasta sumar og spilaði stóran þátt í því að Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner