Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 04. apríl 2021 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aguero ekki til grannanna - „Þegar þú spilar fyrir United ferðu ekki til City"
Mynd: Getty Images
„Ég er ekki hrifinn af þessu. Ég veit að við erum fagmenn en þegar þú spilar fyrir Man United þá ferðu ekki til Man City. Við höfum séð dæmi um að leikmenn fari þessa leið en ég er ekki sammála þeim aðilum. Ég nefni engin nöfn en þið vitið allir um hvern ég tala. Nóg af þessu."

Sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, aðspurður um sögusagnir um að Sergio Aguero gæti farið til United í sumar þegar samningur hans við City rennur út.

Solskjær vitnar þarna í félagaskipti Carlos Tevez til City á sínum tíma og eru þau félagaskipti enn milli tannanna á fólki í dag.

„Þegar ég spilaði með United, ef keppinautur eða nágrannalið hefði reynt að fá mig og ég hefði farið - ég meina, hvar er hollustan? Hollusta er ein af þeim gildum sem ég set hátt á minn lista og met mikils," bætti Solskjær við.

Tevez kom til United frá West Ham sumarið 2007 en fór til City sumarið 2009. Aguero kom til City frá Atletico Madrid sumarið 2011. Barcelona, Arsenal og Chelsea eru sögð hafa augastað á Aguero.


Athugasemdir
banner
banner