Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. júní 2023 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nagelsmann efstur á lista hjá PSG
Bayern hafði aðeins tapað þremur leikjum í öllum keppnum þegar Nagelsmann var rekinn í mars.
Bayern hafði aðeins tapað þremur leikjum í öllum keppnum þegar Nagelsmann var rekinn í mars.
Mynd: EPA

L'Equipe greinir frá því að stjórnendur Paris Saint-Germain vilji ráða Julian Nagelsmann til að taka við af Christophe Galtier, sem verður líklegast rekinn úr þjálfarastól félagsins á næstu dögum.


PSG vann frönsku deildina undir stjórn Galtier en það er ekki nóg. Því hefur félagið ákveðið að leita til Nagelsmann, sem var rekinn frá FC Bayern í mars.

Nagelsmann ræddi við Chelsea og Tottenham í vor og var einnig orðaður við Real Madrid, auk PSG. Nú er útlit fyrir því að PSG muni reka Galtier og fara í viðræður við Nagelsmann.

Verði Nagelsmann ráðinn mun hann ráða Thierry Henry til starfa sem aðstoðarþjálfara, samkvæmt grein L'Equipe.

Nagelsmann er 35 ára gamall og stýrði Hoffenheim og RB Leipzig við góðan orðstír áður en hann tók við Bayern. Margir stuðningsmenn Bayern eru ósáttir með brottrekstur Nagelsmann og hafa tveir æðstu stjórnendur félagsins, goðsagnirnar Oliver Kahn og Hasan Salihamidzic, verið reknir.


Athugasemdir
banner
banner
banner