Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 04. júní 2023 22:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zlatan: Tími til kominn að segja bless við fótboltann
Mynd: EPA

Zlatan Ibrahimovic tilkynnti eftir lokaumferðina í Serie að hann sé búinn að leggja skóna á hilluna.


Þessi 41 árs gamli framherji spilaði aðeins fjóra leiki með Milan á tímabilinu þar sem hann hefur verið að kljást við meiðsli.

„Svo margar minningar og tilfinningar á þessum leikvangi. Fyrst þegar ég kom gáfuð þið mér hamingju, í annað sinn gáfuð þið mér ást. Ég vil þakka fjölskyuldunni og þeim sem eru mér næst fyrir þolinmæðina. Ég vil þakka hinni fjölskyldunni minni, leikmönnum, þjálfurum og starfsfólki fyrir ábyrgðina sem þau gáfu mér," sagði Zlatan á San Siro eftir leikinn í kvöld.

„Síðast en ekki síst vil ég þakka ykkur, stuðningsmönnunum, af öllu hjarta. Þið tókuð á móti mér opnum örmum og ég verið Milan maður alla ævi. Það er tími til kominn að segja bless við fótboltann en ekki ykkur. Það er of erfitt, það eru of margar tilfinningar. Ég sé ykkur ef þið eruð heppin. Áfram Milan og bless."


Athugasemdir