Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju Rio Ferdinand svaraði færslu Bestu deildarinnar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: EPA
Toby King.
Toby King.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur vakið nokkra athygli að Rio Ferdinand, einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hafi kommentað við færslu Bestu deildarinnar á Instagram í gær.

Ferdinand, sem lék lengi með Manchester United, var greinilega ánægður með færsluna sem hann sá en í henni er sýnt myndband af marki Toby King, leikmanns Vestra, gegn Stjörnunni.

Fólk veltir því eflaust fyrir sér af hverju Ferdinand var að kommenta á þessu færslu en Fótbolti.net hafði samband við King í dag og spurði hann út í það.

„Við erum fjölskylduvinir og hann hefur alltaf stutt mig í minni vegferð í fótboltanum," segir King við Fótbolta.net.

Er möguleiki að Ferdinand komi til Íslands á leik í Bestu deildinni?

„Hver veit hvað gerist í framtíðinni," sagði King þá en það væri gaman ef það myndi gerast.

King er 22 ára gamall enskur miðjumaður sem er í annað sinn að spila með Vestra. Hann lék einnig með liðinu sumarið 2022. Hann er uppalinn hjá West Ham og West Brom.



Athugasemdir
banner