Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 04. júlí 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór svekktur: Spilum á fimm hafsentum í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var svekkjandi," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Leikni á útivelli í Bestu deildinni í kvöld.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur, bæði liðin skiptust á að taka frumkvæðið, stjórn á leiknum og skapa sér færi. Mér fannst við byrja vel, skapa okkur fínar stöður og fín færi sem við náðum ekki að nýta frekar en Leiknir. Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur og held ég hraður og skemmtilegur leikur á köflum."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Svo riðlast allur okkar leikur, það verður bara að segjast. En þrátt fyrir það þá fannst mér við koma sterkir út í seinni hálfleikinn og eiga fyrsta kaflann í hálfleiknum virkilega góðan."

Leiknir skoraði fljótlega eftir að liðið gerði tvöfalda breytingu um miðbik seinni hálfleiks. Var það vendipunkturinn?

„Markið kemur um leið en ég held að allur vendipunktur í leiknum sé að allur okkar leikur riðlast. Við spilum á einhverjum fimm hafsentum í þessum leik, þrír hafsentar sem meiðast í þessum leik. Við færum miðjumenn úr stöðum og einhvern veginn að datt botninn úr þessu."

Alex Davey, Kaj Leo í Bartalsstovu og Gísli Laxdal Unnarsson meiddust allir í bikarleiknum gegn Breiðabliki og var Gísli sá eini af þeim sem gat byrjað í dag. Kaj kom inná og spilaði síðasta hálftímann eða svo en Davey verður frá eitthvað lengur. Í leiknum fóru þeir Oliver Stefánsson, Aron Bjarki Jósepsson og Wout Droste af velli vegna meiðsla. Þeir Hlynur Sævar Jónsson og vinstri bakvörðurinn Johannes Vall kláruðu leikinn í miðvarðastöðunum.

„Við þekkjum sögu Olivers [búinn að glíma við langvarandi meiðsli] og Aron Bjarki er búinn að vera frá síðan fyrir landsleikjahlé. Þetta er ansi stór biti."

Hvað vantaði upp á til þess að ÍA nýtti sín færi og hálffæri í leiknum? „Það vantaði bara gæðin til að klára þau og aðeins meiri ró fyrir framan markið og vítateiginn hjá þeim til að gera þessar góðu stöður og hálffæri að dauðafærum. Það vantaði svolítið yfirvegun í þeim stöðum."

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir