Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mán 04. júlí 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór svekktur: Spilum á fimm hafsentum í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var svekkjandi," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Leikni á útivelli í Bestu deildinni í kvöld.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur, bæði liðin skiptust á að taka frumkvæðið, stjórn á leiknum og skapa sér færi. Mér fannst við byrja vel, skapa okkur fínar stöður og fín færi sem við náðum ekki að nýta frekar en Leiknir. Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur og held ég hraður og skemmtilegur leikur á köflum."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Svo riðlast allur okkar leikur, það verður bara að segjast. En þrátt fyrir það þá fannst mér við koma sterkir út í seinni hálfleikinn og eiga fyrsta kaflann í hálfleiknum virkilega góðan."

Leiknir skoraði fljótlega eftir að liðið gerði tvöfalda breytingu um miðbik seinni hálfleiks. Var það vendipunkturinn?

„Markið kemur um leið en ég held að allur vendipunktur í leiknum sé að allur okkar leikur riðlast. Við spilum á einhverjum fimm hafsentum í þessum leik, þrír hafsentar sem meiðast í þessum leik. Við færum miðjumenn úr stöðum og einhvern veginn að datt botninn úr þessu."

Alex Davey, Kaj Leo í Bartalsstovu og Gísli Laxdal Unnarsson meiddust allir í bikarleiknum gegn Breiðabliki og var Gísli sá eini af þeim sem gat byrjað í dag. Kaj kom inná og spilaði síðasta hálftímann eða svo en Davey verður frá eitthvað lengur. Í leiknum fóru þeir Oliver Stefánsson, Aron Bjarki Jósepsson og Wout Droste af velli vegna meiðsla. Þeir Hlynur Sævar Jónsson og vinstri bakvörðurinn Johannes Vall kláruðu leikinn í miðvarðastöðunum.

„Við þekkjum sögu Olivers [búinn að glíma við langvarandi meiðsli] og Aron Bjarki er búinn að vera frá síðan fyrir landsleikjahlé. Þetta er ansi stór biti."

Hvað vantaði upp á til þess að ÍA nýtti sín færi og hálffæri í leiknum? „Það vantaði bara gæðin til að klára þau og aðeins meiri ró fyrir framan markið og vítateiginn hjá þeim til að gera þessar góðu stöður og hálffæri að dauðafærum. Það vantaði svolítið yfirvegun í þeim stöðum."

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner