Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 04. júlí 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór svekktur: Spilum á fimm hafsentum í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var svekkjandi," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Leikni á útivelli í Bestu deildinni í kvöld.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur, bæði liðin skiptust á að taka frumkvæðið, stjórn á leiknum og skapa sér færi. Mér fannst við byrja vel, skapa okkur fínar stöður og fín færi sem við náðum ekki að nýta frekar en Leiknir. Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur og held ég hraður og skemmtilegur leikur á köflum."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Svo riðlast allur okkar leikur, það verður bara að segjast. En þrátt fyrir það þá fannst mér við koma sterkir út í seinni hálfleikinn og eiga fyrsta kaflann í hálfleiknum virkilega góðan."

Leiknir skoraði fljótlega eftir að liðið gerði tvöfalda breytingu um miðbik seinni hálfleiks. Var það vendipunkturinn?

„Markið kemur um leið en ég held að allur vendipunktur í leiknum sé að allur okkar leikur riðlast. Við spilum á einhverjum fimm hafsentum í þessum leik, þrír hafsentar sem meiðast í þessum leik. Við færum miðjumenn úr stöðum og einhvern veginn að datt botninn úr þessu."

Alex Davey, Kaj Leo í Bartalsstovu og Gísli Laxdal Unnarsson meiddust allir í bikarleiknum gegn Breiðabliki og var Gísli sá eini af þeim sem gat byrjað í dag. Kaj kom inná og spilaði síðasta hálftímann eða svo en Davey verður frá eitthvað lengur. Í leiknum fóru þeir Oliver Stefánsson, Aron Bjarki Jósepsson og Wout Droste af velli vegna meiðsla. Þeir Hlynur Sævar Jónsson og vinstri bakvörðurinn Johannes Vall kláruðu leikinn í miðvarðastöðunum.

„Við þekkjum sögu Olivers [búinn að glíma við langvarandi meiðsli] og Aron Bjarki er búinn að vera frá síðan fyrir landsleikjahlé. Þetta er ansi stór biti."

Hvað vantaði upp á til þess að ÍA nýtti sín færi og hálffæri í leiknum? „Það vantaði bara gæðin til að klára þau og aðeins meiri ró fyrir framan markið og vítateiginn hjá þeim til að gera þessar góðu stöður og hálffæri að dauðafærum. Það vantaði svolítið yfirvegun í þeim stöðum."

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner