Fylkismenn hafa saknað tveggja leikmanna í síðustu leikjum en þeir Djair Williams og Nikulás Val Gunnarsson hafa verið að glíma við erfið meiðsli.
Djair missti af þriðja leiknum sínum í röð með Fylki í gær en hann hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni og er afar mikilvægur í sóknarleik þeirra.
Ólafur greindi frá því í viðtali við Fótbolta.net eftir markalausa jafntefli við Leikni að Djair væri á leið í myndatöku en hann væri að glíma við meiðsli í hásin.
Nikulás Val hefur þá ekki verið með Fylki síðan í maí en meiðsli hans eru örlítið flóknari. Hann er með bólgu á lífbeini og er Fylkir með sérfræðingateymi sem vinnur að því að koma honum aftur á völlinn en hann fer í sprautu í dag og kemur framhaldið svo í ljós.
„Djair fer í myndatöku núna. Það er eitthvað í hásininni en Nikulás fer í sprautu á miðvikudaginn en svo verður það bara að koma í ljós," sagði Ólafur í gær.
Athugasemdir