mið 04. ágúst 2021 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Jón Arnar skipaður í sóttkví á leikdegi - Vuk tognaður á ökkla
Jón Arnar Barðdal er í sóttkví
Jón Arnar Barðdal er í sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk er tognaður á ökkla
Vuk er tognaður á ökkla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnar Barðdal, leikmaður HK, var skipaður í sóttkví á leikdegi og var ekki með liðinu í 4-2 sigrinum á FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld en þá var Vuk Oskar Dimitrijevic á bekknum hjá FH-ingum.

Jón Arnar hefur spilað þrettán leiki fyrir HK í deildinni og skorað tvö mörk en hann var ekki í hópnum í kvöld.

Hann fékk að vita það klukkan fjögur í dag að hann hefði verið skipaður í sóttkví og því ekki með HK-ingum.

„Hann fór í sóttkví klukkan fjögur í dag. Hann átti að vera með okkur í hóp alla vega," sagði Brynjar Björn Gunnarsson í viðtali við Fótbolta.net í kvöld.

Hinn ungi og efnilegi Vuk Oskar Dimitrijevic var þá ekki með FH-ingum vegna meiðsla í ökkla og óljóst hvort hann verði með gegn KR um helgina. Hann var á bekknum en kom ekkert við sögu.

„Hann tognaði í ökklanum fyrir tveimur dögum síðan og er ekki orðinn alveg nógu góður," sagði Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, við Fótbolta.net.

Hjörtur Logi Valgarðsson er enn að glíma við meiðsli og eru enn nokkrar vikur í hann.

„Hann er að koma til baka, byrjaður að hlaupa og gera eitthvað með bolta en það eru einhverjar vikur í hann," sagði hann í lokin.
Davíð Þór: Með því daprara sem við höfum sýnt mjög lengi
Brynjar Björn mjög sáttur: Heilsteyptasta frammistaðan í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner