mið 04. ágúst 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þess vegna erum við með hann í markinu, til að verja"
Siggi og Guy eftir leik.
Siggi og Guy eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit, markvörður Leiknis, átti virkilega góðan leik þegar hann hélt hreinu gegn Fylki í gærkvöld. Hann í bland við lélega færanýtingu heimamanna varð til þess að Leiknir tók stig úr leiknum.

„Kom einfaldlega í veg fyrir sigur Fylkis í kvöld. Varði nokkrum sinnum stórkostlega. Stig unnið hjá þeim hollenska," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke um Guy í skýrslunni eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Leiknir R.

„Hann var bara geggjaður, varði nokkrum sinnum ótrúlega og þess vegna erum við með hann í markinu, til að verja," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, um Guy í viðtali eftir leik.

Fylkismenn tjáðu sig einnig um frammistöðu Guy.

„Við skutum svolítið markmanninn þeirra í gang, hann var mjög góður," sagði Ásgeir Eyþórsson, leikmaður Fylkis, í viðtali eftir leik.

„Markmaðurinn þeirra átti bara stórleik og gott hrós á það fyrir hann," sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis.

Viðtölin má sjá í heild sinni hér að neðan.
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Siggi Höskulds um rauða spjaldið á Daða: Held að gult hefði verið nóg
Ásgeir Eyþórs: Ég eiginlega skil ekki hvernig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner