Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. ágúst 2022 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Blikar í erfiðri stöðu - Ari hetja Víkinga
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik fékk tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í forkeppni Sambandsdeildarinnar.


Blikar byrjuðu leikinn vel en það voru hins vegar gestirnir sem komust yfir þegar Danijel Aleksic setti boltann í netið framhjá Antoni Ara og gestirnir fóru með 1-0 forystu í hálfleik.

Tyrkirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og það skilaði sér eftir sjö mínútur þegar Deniz Turuc skoraði og tvöfaldaði forystu gestanna.

Blikar gáfust hins vegar ekki upp og eftir góðan undirbúning Kristins Steindórssonar fór skot Viktors Karls Einarssonar úr D-boganum í netið.

Blikar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það voru hins vegar Tyrkirnir sem bættu við þriðja markinu í uppbótartíma. Danijel Aleksic skoraði annað mark sitt í leiknum og gulltryggði liðinu sigurinn.

Í Víkinni fengu Víkingar lið Lech Poznan í heimsókn. Ari Sigurpálsson var líflegur í fyrri hálfleiknum en á síðustu mínútunni voru gestirnir í hörku færi, Birnir náði að hreinsa boltann fram þar sem Ari náði til hans og átti góðan sprett sem endaði með skoti og marki.

1-0 fyrir Víking í hálfleik. Víkingar voru heppnir að fá ekki á sig mark þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en skotið rétt yfir. Stuttu síðar urðu Víkingar fyrir áfalli þegar Ari þurfti að fara af velli vegna meiðsla og Viktor Örlygur Andrason kom inná í hans stað.

Víkingar fengu færin til að bæta við en fleiri mörk urðu ekki skoruð í leiknum og fara þeir því með 1-0 forystu til Póllands í síðari leikinn.

Breiðablik 1 - 3 Istanbul Basaksehir
0-1 Danijel Aleksic ('38 )
0-2 Deniz Turuc ('52 )
1-2 Viktor Karl Einarsson ('63 )
1-3 Danijel Aleksic ('92 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. 1 - 0 Lech Poznan
1-0 Ari Sigurpálsson ('45 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner