Matt O'Riley, leikmaður Celtic, hefur verið orðaður frá félaginu í sumar. Hann hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni.
Celtic hefur hafnað tilboðum í leikmanninn frá Crystal Palace og Brighton. Southampton buðu 14 milljónir punda í O'Riley sem Celtic samþykktu ekki en Dyrlingarnir eru að undirbúa nýtt tilboð í danann.
Chelsea hafa núna sýnt mikinn áhuga á O'Riley en þeir líta á hann sem arftaka Conor Gallagher. Gallagher hafnaði samningstilboði sem honum var boðið frá Chelsea þar sem hann hefur mikinn áhuga á að fara til Atletico Madrid.
Gallagher gæti farið fyrir 34 milljónir punda til Madrídar sem væri nóg til að fjármagna O'Riley.
Chelsea er að undirbúa tilboð í hann fyrir rúmar 20 milljónir en Brendan Rodgers, þjálfari Celtic, ætlar að gera allt sem hann getur til að halda honum hjá félaginu.
Chelsea hafa verið duglegir á markaðnum í sumar en þeir voru að festa kaup á Filip Jorgensen, markmanni, á dögunum og gætu misst Ben Chillwell frá sér fyrir tímabili. Manchester United hefur sýnt vinstri bakverðinu mikinn áhuga.