Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. september 2022 14:55
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildin og dómarasambandið skoða tvo leiki ítarlega
Mynd: Getty Images

Enska úrvalsdeildin ætlar að skoða umdeild atvik sem áttu sér stað í úrvalsdeildarleikjum gærdagsins. VAR kerfið var harkalega gagnrýnt í gær á erfiðum degi fyrir dómarasambandið þar sem dómarateymin virtust gera alvarleg mistök í flestum leikjum dagsins.


Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur boðað stjórn dómarasambandsins á fund og gert hann að forgangsmáli. Á fundinum verður farið ítarlega yfir ákvarðanir sem teknar voru í heimaleikjum Chelsea og Newcastle gegn West Ham og Crystal Palace.

Í báðum leikjunum dæmdu dómararnir mark en VAR teymin sannfærðu þá um að breyta ákvörðuninni. Dómararnir horfðu báðir á endursýningu í skjánum og ákváðu svo að fylgja ráðleggingu VAR teymisins þegar þurfti að taka lokaákvörðun.

David Moyes og Eddie Howe, knattspyrnustjórar West Ham og Newcastle, voru ósáttir með þessar ákvarðanir að leikslokum og var Moyes bálreiður í viðtali. Enska knattspyrnusambandið skoðaði ummæli Moyes og ákvað að refsa honum ekki fyrir þau, heldur boða frekar fund. 

Jesse Marsch, stjóri Leeds, var einnig fúll eftir tap sinna manna. Hann var rekinn upp í stúku og spurði eftir leik hvort hann ætti frekar að kvarta í dómarasambandinu eða úrvalsdeildinni vegna dómgæslunnar.

HM-dómarinn Michael Oliver slapp best frá helginni. Hann dæmdi nýliðaslag Nottingham Forest gegn Bournemouth og var beðinn um að fara að skjánum til að endurskoða vítaspyrnudóm sem hann hafði dæmt vegna hendi. Oliver endurskoðaði atvikið og stóð við upprunalegu ákvörðun sína sem er alltof sjaldgæft í enska boltanum.

Bobby Madley og Michael Salisbury dæmdu leikina umdeildu.


Athugasemdir
banner