Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Buendía skoraði tvö í sínum fyrsta leik í rúmt ár
Með fyrirliðabandið
Með fyrirliðabandið
Mynd: Getty Images
Emilinao Buendía, leikmaður Aston Villa, er mættur aftur á völlinn eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla.

Buendía sleit krossband sumarið 2023 og spilaði í gær sinn fyrsta keppnisleik í 465 daga á hliðarlínunni. Hann meiddist á æfingu tveimur dögum áður en síðasta tímabil fór af stað.

Unai Emery, stjóri Aston Villa, fylgdist með Buendía spila með U21 liði Aston Villa í enska neðrideilda bikarnum. Sú keppni, sem oft er kölluð Framrúðubikarinn, er nú kostuð af Bristol Street Motors.

Buendía var með fyrirliðabandið í leiknum og skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri á Fleetwood Town

Búendia er sóknarsinnaður miðjumaður frá Argentínu sem hefur verið hjá Villa frá árinu 2021. Hann var aður hjá Norwich og er uppalinn hjá Getafe og Real Madrid.

Hann er 27 ára og hefur verið á bekknum í fyrstu þremur deildarleikjum Villa á tímabilinu. Hann lék fyrstu 77 mínúturnar í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner