Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 04. október 2020 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Átti Martial að fá rautt spjald?
Manchester United steinlá þegar Tottenham kíkti í heimsókn í enska boltanum í dag. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem þrjú mörk voru skoruð á sjö mínútum og staðan 1-2 fyrir gestina.

Staðan var enn sú sama þegar Anthony Martial fékk beint rautt spjald á 28. mínútu fyrir heldur litlar sakir. Hann setti hendina létt í andlit Erik Lamela sem lét sig falla með tilþrifum og var Frakkinn rekinn útaf.

Í kjölfarið bættu gestirnir tveimur mörkum við og leiddu því 1-4 í leikhlé. Í seinni hálfleik skoraði Tottenham tvö mörk í viðbót gegn tíu leikmönnum Rauðu djöflanna.

Sjáðu atvikið umdeilda.
Athugasemdir
banner