Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   mið 04. október 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Miðverðir Man Utd voru latir og linir
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes segir að miðverðir Manchester United í 2-3 tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gær hafi verið latir og linir.

Þeir Raphael Varane og Victor Lindelöf stóðu í hjarta varnarinnar.

Rasmus Höjlund kom United tvisvar yfir í leiknum en varnarleikur Rauðu djöflanna var ekki til útflutnings.

„Sofyan Amrabat er augljóslega ekki vinstri bakvörður en hann skilur svo mikið svæði opið. Lindelöf og Varane voru svo latir, svo linir og við vitum öll hvaða mistök markvörðurinn gerði," sagði Scholes á TNT Sports eftir leikinn.

Scholes segist hafa áhyggjur af Varane, sem er mikið á meiðslalistanum.

„Ég er með smá áhyggjur af Varane. Ég tel hann einn besta varnarmanninn í dag. En það er eins og lappirnar á honum séu orðnar eitthvað slakar. Hann getur ekki haldið sér heilum."

Scholes var þó afskaplega hrifinn af danska framherjanum í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner