Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. nóvember 2020 18:14
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Torino vann fyrsta sigur sinn
Andrea Belotti, leikmaður Tórínó.
Andrea Belotti, leikmaður Tórínó.
Mynd: Getty Images
Genoa 1 - 2 Torino
0-1 Sasa Lukic ('10 )
1-1 Luca Pellegrini ('26 , sjálfsmark)
2-1 Gianluca Scamacca ('90 )

Torino gat í dag loksins fagnað sínum fyrsta sigri í ítölsku A-deildinni þetta tímabilið en liðið vann 2-1 útisigur gegn Genoa. Torino er með fjögur stig í 18. sæti en Genoa er með stigi meira.

Leikurinn í dag var frestaður leikur úr 3. umferð en hann var færður til vegna Covid-19 hópsmits hjá Genoa.

Bosníumaðurinn Amer Gojak, sem er kominn til Torino á láni frá Dinamo Zagreb, lék sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í lok leiksins kom sigurmarkið. Andrea Belotti átti fyrirgjöf og Luca Pellegrini setti knöttinn á slysalegan hátt í eigið mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner