Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. nóvember 2024 19:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Orðið eins og NBA
Mynd: Getty Images

Manchester City hefur verið í brasi í upphafi tímabilsins en liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið tapaði gegn Bournemouth um helgina í deildinni og í deildabikarnum gegn Tottenham í síðustu viku.

Liðið er í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Liverpool en City hefur tapað stigum í þremur leikjum.


Mikið hefur verið rætt og ritað um auka álag á leikmenn en HM félagsliða verður haldið í sumar. Margir sterkir leikmenn hjá Man City hafa verið að berjast við meiðsli á þessu tímabili en þar má helst nefna Rodri sem hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir liðið en hann mun ekki spila meira á tímabilinu.

„Við höfum spilað marga leiki í gegnum árin. Þegar við höfum spilað á HM félagsliða höfum við spilað rúmlegea sjötíu leiki. Þetta er orðið eins og NBA en það er fjögurra mánaða frí í NBA en við fáum þriggja vikna frí. Þegar svona er þá koma langvarandi meiðsli," Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner