Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 15:15
Aksentije Milisic
Æfingaleikur: ÍA skoraði fjögur gegn Val - Haukur sá rautt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 4-2 Valur
1-0 Gísli Laxdal - Víti ('7)
2-0 Viktor Jónsson
2-1 Patrick Pedersen - Víti ('18)
2-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('71)
3-2 Eyþór Wöhler ('73)
4-2 Brynjar Snær Pálsson ('90)
Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson ('60)

Það fór fram æfingaleikur á Akranesi í dag en þar áttust við Skagamenn og Valsmenn.

Leikurinn var hinn fjörugasti og komst ÍA í tveggja marka forystu með mörkum frá Gísla Laxdal og Viktori Jónssyni. Valsmenn svöruðu hins vegar með tveimur mörkum frá Patrick Pedersen og Tryggva Hrafni Haraldssyni.

Haukur Páll, fyrirliði Vals, fékk rautt spjald í stöðunni 2-1 fyrir ÍA en hann var of seinn og fór í ökklann á Guðmundi Tyrfingssyni.
ÍA komst yfir með marki frá Eyþóri Wöhler og það var síðan Brynjar Snær Pálsson sem tryggði ÍA flottan sigur.

Bræðurnir Haukur Andri Haraldsson og Tryggvi Hrafn mættust í leiknum í dag.

Byrjunarlið Skagamanna í dag var: Árni Marínó, Árni Salvar, Hlynur, Benjamín, Finnbogi, Jóhannes Breki, Brynjar, Hallur, Viktor, Steinar og Gísli.


Athugasemdir
banner
banner
banner