Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mán 04. desember 2023 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham nefnir þrjá sem gætu orðið Gulldrengir næst
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham var í síðasta mánuði kjörinn Gulldrengur Evrópu árið 2023. Verðlaunin hlýtur sá leikmaður ár hvert sem er undir 21 árs aldri og talinn besti ungi leikmaður álfunnar.

Bellingham er fyrsti Englendingurinn til að vinna til þessara verðlauna frá því að Raheem Sterling vann þau árið 2014.

Bellingham var nýverið í viðtali við Tuttosport þar sem hann nefndi þrjá leikmenn sem hann telur að geti unnið verðlaunin næst á eftir sér.

„Fyrst segi ég Arda Güler. Hann er ótrúlegur. Við sjáum hann á æfingasvæðinu og erum hæstánægðir með hann."

„Svo nefni ég Jamie Bynoe-Gittens, fyrrum liðsfélaga minn hjá Dortmund. Og að lokum vil ég minnast á bróður minn, Jobe."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner