Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 04. desember 2023 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Seldum þrjá lykilmenn en erum ennþá að spila jafn vel
Brighton tapaði á útivelli gegn Chelsea í gær er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni og var Roberto De Zerbi svekktur með lokatölurnar en sáttur með frammistöðuna.

   03.12.2023 17:46
De Zerbi: Vorum miklu betri en Chelsea en gerum þrjú stór mistök


Hann taldi sína menn hafa verið sterkari aðilann á Stamford Bridge þrátt fyrir 3-2 tap og minntist á erfiðleika Brighton á félagsskiptaglugganum í sumar.

„Það er bara eitt lið í ensku úrvalsdeildinni sem missti þrjá mikilvæga leikmenn úr sínum röðum síðasta sumar og það erum við. Þrátt fyrir það hefur okkur tekist að halda áfram að spila á sama gæðastigi," sagði De Zerbi meðal annars eftir tapið.

„Til samanburðar þá seldu önnur félög nánast enga mikilvæga leikmenn frá sér og keyptu inn mikið af nýjum mönnum."
Athugasemdir
banner