Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - U20 landslið kvenna getur komist á HM
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mætir Austurríki í umspilsleik um sæti á HM í dag.

FIFA ákvað í október að fjölga liðum á heimsmeistaramótinu og voru það afar góðar fréttir fyrir Ísland, því liðin sem höfnuðu í 3. sæti í riðlunum á EM U19 ára landsliða, fengu sæti í umspilinu.

Ísland og Austurríki lentu bæði í 3. sæti og mætast liðin því í hreinum úrslitaleik um sæti á HM í dag.

Leikurinn fer fram á Salou Mini-vellinum á Spáni og hefst klukkan 16:00. Hægt verður að horfa á leikinn á Sjónvarpi Símans.

HM fer fram í Kólumbíu á næsta ári en mótið er haldið 31. ágúst - 22. september.

Leikur dagsins:
16:00 U20 Austurríki - U20 Ísland (Salou Mini Stadium)
Athugasemdir
banner
banner
banner