Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 05. janúar 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jon Dahl Tomasson nýr þjálfari Malmö (Staðfest)
Tomasson í leik á Laugardalsvelli gegn íslenska landsliðinu.
Tomasson í leik á Laugardalsvelli gegn íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Jon Dahl Tomasson, fyrrum sóknarmaður danska landsliðsins, er tekinn við sænska úrvalsdeildarfélaginu Malmö.

Tomasson hefur gegnt stöðu aðstoðarþjálfara danska landsliðsins að undanförnu en mun núna hætta í því starfi og fer því ekki á EM með liðinu næsta sumar. Samningur hans við danska knattspyrnusambandið átti að renna út eftir EM.

Þetta er þriðja aðalþjálfarastarf Tomasson. Hann var áður þjálfari hjá Excelsior og Roda í Hollandi. Hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Roda í desember 2013, en var rekinn þaðan eftir fimm mánuði í starfi.

Malmö hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Þjóðverjinn Uwe Rösler var þjálfari liðsins á síðasta tímabili.

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikur með Malmö og hefur gert það frá 2018.


Athugasemdir
banner
banner
banner