Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. janúar 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lazio ætlar að refsa þeim sem sýndu fordóma
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli skoraði fyrsta mark leiksins í 1-2 tapi Brescia gegn Lazio í dag. Eftir leikinn sagði Balotelli frá kynþáttaníði stuðningsmanna Lazio á Instagram síðu sinni.

Stór hluti helstu stuðningsmannahópa Lazio hefur verið bendlaður við fasismahreyfingar á Ítalíu og er sjaldan langt í kynþáttafordómana.

Félagið sjálft var snöggt að bregðast við umræðunni og birti yfirlýsingu þess efnis að þeir sem gerast sekir um kynþáttaníð verða lögsóttir.

Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur oft afsakað rasíska hegðun stuðningsmanna félagsins í fjölmiðlum. Það hefur ekki hjálpað neikvæðu orðspori Lazio í þessum málum.

„SS Lazio fordæmir hegðun pinkulítils hóps stuðningsmanna sem voru á leiknum gegn Brescia. Félagið vill ítreka það að einstaklingar sem gerast sekir um að sýna kynþáttafordóma á vellinum verða lögsóttir. Hegðun þeirra skaðar ímynd félagsins," segir í yfirlýsingu Lazio.

Sjá einnig:
Balotelli segir stuðningsmönnum Lazio að skammast sín
Athugasemdir
banner
banner
banner