
Fjórir leikmenn kvennaliðs Manchester City smituðust eftir að hafa farið í frí til Dúbaí yfir jólin en það er Telegraph sem segir frá þessu í dag.
Leikmenn liðsins fengu fullt leyfi frá City til að ferðast erlendis um jólin þar sem Manchester-borg var aðeins á áhættusvæði þrjú.
Þær flugu erlendis stuttu áður en Manchester var fært yfir í áhættusvæði fjögur og hefðu þá ekki fengið leyfi til að ferðast en þær ferðuðust til Dúbaí.
Leikmennirnir smituðust í ferðinni og einangra sig nú frá hópnum en liðið á leik gegn West Ham um helgina.
Leikurinn mun fara fram en þó er fylgst með því hvort aðrir leikmenn greinist með smit á næstu dögum.
Athugasemdir