Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 05. janúar 2021 10:16
Magnús Már Einarsson
Juventus vill fá Giroud
Juventus hefur áhuga á að fá framherjann Olivier Giroud í sínar raðir frá Chelsea í þessum mánuði.

Hinn 34 ára gamli Giroud hefur skorað átta mörk í síðustu átta leikjum Chelsea en hann hefur spilað meira undanfarnar vikur eftir að hafa einungis byrjað einn af fyrstu sextán leikjum tímabilsins.

Juventus er í leit að framherja en Arkadiusz Milik og Fernando Llorente hjá Napoli eru einnig á óskalistanum.

Giroud verður samningslaus næsta sumar en hann vill spila sem mest fyrir EM næsta sumar, til að halda sæti sínu í byrjunarliði franska landsliðsins.
Athugasemdir
banner