Juventus hefur áhuga á að fá framherjann Olivier Giroud í sínar raðir frá Chelsea í þessum mánuði.
Hinn 34 ára gamli Giroud hefur skorað átta mörk í síðustu átta leikjum Chelsea en hann hefur spilað meira undanfarnar vikur eftir að hafa einungis byrjað einn af fyrstu sextán leikjum tímabilsins.
Hinn 34 ára gamli Giroud hefur skorað átta mörk í síðustu átta leikjum Chelsea en hann hefur spilað meira undanfarnar vikur eftir að hafa einungis byrjað einn af fyrstu sextán leikjum tímabilsins.
Juventus er í leit að framherja en Arkadiusz Milik og Fernando Llorente hjá Napoli eru einnig á óskalistanum.
Giroud verður samningslaus næsta sumar en hann vill spila sem mest fyrir EM næsta sumar, til að halda sæti sínu í byrjunarliði franska landsliðsins.
Athugasemdir