Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúrik Gíslason á nafna í Argentínu
Kári Árnason og Rúrik Gíslason.
Kári Árnason og Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, sagði frá skemmtilegri sögu frá Argentínu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.

Birgir var þá í heimsókn í Argentínu og komst að því að Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður Íslands, ætti þar nafna. Þar er lítill drengur skírður í höfuðið á honum.

„Ég lenti í stórkostlegu í Suður-Ameríku," sagði Birgir.

„Ég á stóra fjölskyldu þarna úti, skiptinemafjölskyldu. Það er haldið stórt partý, 60 manns. Ég er ekki búinn að hitta þetta fólk í 20 ár. Svo kemur ein argentínsk frænka mín upp að mér og heilsar. Hún heldur á nýfæddu barni og ég spyr hvað hann heitir. Hún segir að hann heiti Rúrik."

„Rúrik? Það er ekki nafn sem ég heyrt í Argentínu. Hún segir að þau hafi viljað norrænt nafn, víkinganafn. 'Hvernig enduðuð þið á Rúrik?' spyr ég hana. Þá spyr hún mig hvort ég þekki ekki Rúrik Gíslason."

Rúrik varð mjög vinsæll í Suður-Ameríku eftir að hann spilaði með Íslandi á HM. Fylgjendalisti hans á Instagram jókst til muna eftir að hann kom við sögu með Íslandi en útlit hans vakti mikla athygli um allan heim.

„Ég er ekki að djóka. Hún er þá svaka aðdáandi Ice Guys. Mér fannst þetta galið. Rúrik Gíslason á nafna í Argentínu, þetta er sturluð staðreynd," sagði Birgir en hann sagði söguna í lok þáttarins sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan í heild sinni.
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner