Spánarmeistarar Real Madrid heimsækja Leganes í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins klukkan 20:00 í kvöld.
Madrídingar unnu Leganes 3-0 á þessum velli í deildinni fyrir nokkrum vikum og ætlar liðið sér að leika sama leik í kvöld.
Leganes getur jafnað besta árangur sinn í keppninni með sigri í kvöld, en liðið komst í fyrsta og eina sinn í undanúrslit tímabilið 2017-2018, en tapaði þá fyrir Sevilla í tveggja leikja rimmu.
Leikur dagsins:
20:00 Leganes - Real Madrid
Athugasemdir