Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingaklappið tekið í Skagaslagnum á Englandi
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn.
Mynd: Getty Images
Það var stuð á Íslendingaslag Blackburn og Preston í ensku Championship-deildinni um liðna helgi. Í raun má tala um þetta sem Skagaslag þar sem það eru Skagamenn í báðum liðum; Arnór Sigurðsson í Blackburn og Stefán Teitur Þórðarson í Preston.

Þetta er líka nágrannaslagur en það var Blackburn sem hafði betur, 2-1. Arnór var ekki með Blackburn í leiknum en Stefán kom inn af bekknum hjá Preston.

Það voru Íslendingar á svæðinu en eftir leikinn tóku stuðningsmenn Blackburn víkingaklappið.

Yasir Sufi, sem starfar fyrir Blackburn, birti myndband af klappinu á samfélagsmiðlum og sagði að íslenskir stuðningsmenn Blackburn á vellinum hefðu hjálpað til við að koma þessu í kring.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af þessu.


Athugasemdir
banner