Það var stuð á Íslendingaslag Blackburn og Preston í ensku Championship-deildinni um liðna helgi. Í raun má tala um þetta sem Skagaslag þar sem það eru Skagamenn í báðum liðum; Arnór Sigurðsson í Blackburn og Stefán Teitur Þórðarson í Preston.
Þetta er líka nágrannaslagur en það var Blackburn sem hafði betur, 2-1. Arnór var ekki með Blackburn í leiknum en Stefán kom inn af bekknum hjá Preston.
Þetta er líka nágrannaslagur en það var Blackburn sem hafði betur, 2-1. Arnór var ekki með Blackburn í leiknum en Stefán kom inn af bekknum hjá Preston.
Það voru Íslendingar á svæðinu en eftir leikinn tóku stuðningsmenn Blackburn víkingaklappið.
Yasir Sufi, sem starfar fyrir Blackburn, birti myndband af klappinu á samfélagsmiðlum og sagði að íslenskir stuðningsmenn Blackburn á vellinum hefðu hjálpað til við að koma þessu í kring.
Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af þessu.
When a plan comes together.
— Yasir Sufi (@yasirsufi) January 31, 2025
Thank you to the Icelandic Rovers fans for making the journey to Ewood Park and getting the fans on their feet. pic.twitter.com/LVZipJrOHs
Athugasemdir