Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ívan er hálfur Brassi, söng á RÚV og lék í bíómynd - „Neiii, bara Ísland"
Bróðir minn var að æfa með ÍR og höfum við alltaf verið ÍR-ingar
Bróðir minn var að æfa með ÍR og höfum við alltaf verið ÍR-ingar
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Svo var ég bara allt í einu kominn í Stundina Okkar með Björgvini Franz
Svo var ég bara allt í einu kominn í Stundina Okkar með Björgvini Franz
Mynd: Ívan Óli
Þjálfararnir hafa báðir spilað úti og vita alveg hvað þetta snýst um og tel ég að þeir geti báðir hjálpað mér mjög mikið.
Þjálfararnir hafa báðir spilað úti og vita alveg hvað þetta snýst um og tel ég að þeir geti báðir hjálpað mér mjög mikið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þar sem ég lærði helling þökk sé Jóa Guðlaugs.
Þar sem ég lærði helling þökk sé Jóa Guðlaugs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég elska Reyni, hann er algjör trúður og með skemmtilegustu liðsfélögum sem ég hef haft
Ég elska Reyni, hann er algjör trúður og með skemmtilegustu liðsfélögum sem ég hef haft
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég tel mig vera á réttum stað á réttum tíma
Ég tel mig vera á réttum stað á réttum tíma
Mynd: ÞRJ
Svo er það að læra nota líkamann rétt á réttum tímapunktum
Svo er það að læra nota líkamann rétt á réttum tímapunktum
Mynd: ÞRJ
Mér finnst ég þurfa að bæta það í mínum leik að færa það sem ég geri vel á æfingum inn í leikina
Mér finnst ég þurfa að bæta það í mínum leik að færa það sem ég geri vel á æfingum inn í leikina
Mynd: ÞRJ
Ég spilaði slatta þessi tvö ár en hefði viljað spila miklu meira þar sem ég setti markmiðið hátt bæði þessi ár.
Ég spilaði slatta þessi tvö ár en hefði viljað spila miklu meira þar sem ég setti markmiðið hátt bæði þessi ár.
Mynd: ÞRJ
Kynnin voru mjög góð, hann var mjög fagmannlegur og þægilegur þegar ég hitti hann fyrst.
Kynnin voru mjög góð, hann var mjög fagmannlegur og þægilegur þegar ég hitti hann fyrst.
Mynd: HK
Sóknarmaðurinn Ívan Óli Santos gekk síðasta sumar í raðir HK frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Ívan kláraði leiktíðina með ÍR og hélt svo í Kópavoginn.

Ívan er unglingalandsliðsmaður, á að baki sjö unglingalandsleiki, og var í janúar valinn í æfingahóp fyrir U18 landsliðið. Fótbolti.net heyrði í Ívani, sem verðu átján ára seinna í mánuðinum, í gær og spurði hann út í félagaskiptin og ýmislegt annað.

Byrjum þetta á nafninu, hvaðan kemur eftirnafnið Santos?

„Ég er hálfur Brassi, pabbi er frá Brasilíu og kemur nafnið Santos þaðan. Ég held tengslum við fjölskylduna í Brasilíu og eyddum við jólunum 2019 þar," sagði Ívan Óli.

Ég verð að spyrja, hefur einhvern tímann komið upp umræða hvort þú myndir spila fyrir Ísland eða Brasilíu?

„Neiii, bara Ísland."

Ég heyrði að þú varðst snemma orðinn stór og sterkbyggður, hvenær byrjaðiru að stækka? Lyftiru mikið?

„Ég byrjaði mjög snemma á kynþroskaskeiðinu og varð mjög snemma stór og þykkur leikmaður. Ég held að það hafi verið í þegar ég var í 4. eða 5. flokki."

„Nei, ég lyfti bara með liðinu á styrktaræfingum."


Varstu í öðrum íþróttum líka þegar þú varst yngri?

„Já, ég æfði líka frjálsar frá því ég varð ellefu ára þar til ég varð þrettán. Ég var býsna góður í þeim, þó ég segi sjálfur frá."

Hvenær byrjaru í fótbolta og hvenær finnuru að hann verði númer eitt?

„Ég byrjaði í fótbolta þegar ég var fimm ára og hann hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér."

Leikstaða á vellinum, hver er þín uppáhaldsstaða á vellinum?

„Ég myndi segja að upphálds staðan mín sé 'strikerinn' en ég er byrjaður að fíla mig á kantinum líka þegar ég er látinn spila þar."

„Ég hef leyst þónokkrar stöður, í sumum landsliðsverkefnum var ég látinn spila sem djúpur á miðju sem mér fannst vera mjög gaman. Svo á ég einn hálfleik í bakverði, í hafsent og í marki þannig ég myndi segja að ég hef leyst þær nokkrar stöðurnar."

Ég er kannski að fiska aðeins en ég veit um dæmi um bráðþroska leikmenn sem finna, eðlilega að mínu mati, fyrir stöðnun á ákveðnum tímapunkti. Hefur þú fundið fyrir því?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Ég tel mig vera á réttum stað á réttum tíma, ég var búinn að vera í liði í Inkasso og 2. deild og fer núna upp á við í lið sem er í Pepsi Max. Þannig ég tel mig vera á réttri leið samkvæmt mínum markmiðum."

Hvaða þætti í fótboltanum hefur þú einbeitt þér að síðasta árið eða svo?

„Náttúrulega hefur síðasta ár verið skrítið fótboltalega séð út af covid og öllu því sem því fylgdi. Það hjálpaði mér að einhverju leyti þar sem ég var alltaf með einhver lítil meiðsli að angra mig og ég fékk tíma til þess að ná mér. Ég byrjaði á þessu síðasta ári að einbeita mér mikið að því að hugsa um líkama minn til þess að sleppa við þessi meiðsli."

Förum aðeins í árin með ÍR, af hverju byrjaru að æfa með ÍR en ekki Leikni?

„Ég byrjaði að æfa með ÍR því ég hef alltaf búið í Bökkunum. Bróðir minn var að æfa með ÍR og höfum við alltaf verið ÍR-ingar."

Hvernig var að koma inn í meistarflokkshópinn 2018? Var vel tekið á móti þér, einhver nýliðavígsla?

„Það var skrítið og skemmtilegt að koma inn í meistaraflokks hópinn á þessum tíma þar sem við vorum í fallbaráttu og þar sem ég var aðeins fimmtán ára á þessum tíma."

„Ég þekkti engan en það var tekið vel á móti mér, sérstaklega eftir leikinn gegn Selfossi þegar ég lagði upp á Jón Gísla í góðum endurkomusigri."

„Það var engin nýliðavígsla og hef ég aldrei farið í svoleiðis þar sem ég var í landsliðsferð þegar það var tekið á alla hina kjúllana - sem betur fer,"
sagði Ívan sáttur.

„Þegar ég horfi til baka þá kom það mér smá á óvart að fá að spila með meistaraflokknum sumarið 2018, sérstaklega kom fyrsta tækifærið á óvart gegn Víkingi Ólafsvík. En svo stóð ég mig vel í leiknum á móti Selfossi og fékk að spila dálítið eftir það. Ég er þákklátur þeim Binna og Geira fyrir að gefa mér þessa leiki."

Þú spilar svo slatta í 2. deildinni sumrin 2019 og 2020, varstu sáttur með mínútufjöldann og spilamennsku þína?

„Ég spilaði slatta þessi tvö ár en hefði viljað spila miklu meira þar sem ég setti markmiðið hátt bæði þessi ár. Ég var svolítið óheppinn með meiðsli og þá varð þetta pínu erfitt andlega og líkamlega en annars er ég sáttur heilt yfir með þessi tvö ár þar sem ég lærði helling þökk sé Jóa Guðlaugs."

Þið í ÍR voruð í fallbaráttu í fyrra, hvernig var andinn í hópnum?

„Andinn var misjafn, stundum var hann góður en stundum slæmur. Hann var þó oftast fínn þar sem þetta var góður og skemmtilegur hópur með fullt af skemmtilegum karakterum sem gerðu erfiða tíma góða. Annars var þetta líka erfitt þar sem við vissum að við gætum spilað miklu betur og staðið okkur miklu betur í deildinni."

„Það var alltaf trú á því að við myndum halda okkur uppi, við vissum að við vorum með nógu góðan hóp til þess að halda sætinu í deildinni."


Þú spilaðir með 2. flokki sumarið 2019 en ekkert í fyrra, var tekin ákvörðun að færa þig alfarið upp?

„Já, það var tekin ákvörðun um að ég og nokkrir aðrir leikmenn sem eru gjaldgengir með 2. flokki yrðum leikmenn meistarflokks þetta árið."

Hvernig fannst þér þín frammistaða síðasta sumar, varstu sáttur við það sem þú náðir að gera inn á vellinum?

„Nei, ég var alveg sáttur við mína frammistöðu í sumar, ég vildi auðvitað skora og spila meira. Ég komst eiginlega aldrei í góðan takt fótboltalega séð vegna meiðsla sem var svekkjandi."

„Mér finnst ég þurfa að bæta það í mínum leik að færa það sem ég geri vel á æfingum inn í leikina, það var eitt af því sem vantaði svolítið upp á hjá mér í fyrra. Svo er það að læra nota líkamann rétt á réttum tímapunktum sem kemur held ég með reynslunni og er ég að vinna í þessum hlutum núna."


Snúum okkur að HK, af hverju ákveður þú að skrifa undir hjá HK síðasta sumar?

„Það kom bara allt í einu tilboð, ég þekki mín markmið og ég tel að þetta skref sé eitt skref nær þeim markmiðum."

Varstu sáttur við að vera lánaður til baka?

„Já, ég var sáttur því að ég vildi klára tímabilið með ÍR þar sem það var smá bras á okkur."

Hvað var það sem heillaði við HK? Hvernig voru fyrstu kynni af Brynjari Birni?

„Það var eiginlega bara allt, þjálfarateymið, umgjörðin, aðstaðan og leist mér strax vel á þetta. Kynnin voru mjög góð, hann var mjög fagmannlegur og þægilegur þegar ég hitti hann fyrst."

Talaðiru við einhvern áður en þú fórst í HK, fékkst ráðleggingu eða slíkt? Voru önnur lið sem höfðu áhuga?

„Já, ég talaði við fyrrverandi þjálfarann minn hann Jóa sem gaf mér mjög góðar ráðleggingar og taldi hann þetta vera rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti."

„Já, það voru önnur lið líka."


Var það samtalið við Jóa sem sannfærði þig um að HK væri rétt skref?

„Já það var bæði samtalið við Jóa og lika við teymið þá Brynjar og Viktor."

Hver eru þín markmið fyrir komandi sumar? Býstu við að vera lánaður fyrir sumarið eða sérðu fram á hlutverk með HK í sumar?

„Markmiðið fyrir komandi sumar er auðvitað að spila með HK, annars væri ég á vitlausum stað. Svo er það bara undir mér komið hvort ég stend mig á æfingum og hvort þjálfararnir telja mig vera tilbúinn fyrir það verkefni."

Hvernig getur HK hjálpað þér að taka næsta skref á ferlinum?

„Ég tel HK geta hjálpað mér vel að taka næsta skref þar sem þjálfararnir hafa báðir spilað úti og vita alveg hvað þetta snýst um og tel ég að þeir geti báðir hjálpað mér mjög mikið."

Hefur komið áhugi á þér erlendis frá, boð um að fara á reynslu eða slíkt? Ertu með það sem markmið að spila einhvern tímann erlendis?

„Já, það hefur komið einhver áhugi en ég er með hugann fyrst og fremst við að standa mig vel hérna heima áður en ég fer að pæla í því. En auðvitað er það markmið hjá mér að spila einn daginn erlendis."

Endum þetta á nokkrum spurningum úr 'hinni hliðinni', Reynir Haralds, 'the man, the myth'. Hvað geturu sagt mér um Reyni?

„Ég elska Reyni, hann er algjör trúður og með skemmtilegustu liðsfélögum sem ég hef haft enda fékk hann nafnbótina besti liðsfélaginn tvö ár í röð. Hann er alltaf eitthvað að grínast inn í klefa og hann hatar ekki að grínast um tímann sinn á Englandi, það get ég nú sagt."

Hvernig gekk þér sem markvörður í leiknum gegn Kára?

„Bara fínt þótt ég fékk á mig eitt mark, enda er ég enginn 'keeper'."

Ertu með einhvern bakgrunn í söng? Hvernig kom það til að þú söngst Bahama?

„Nei, alls ekki neinn bakgrunnur. Það kom til því ég var nýbúinn að syngja Bahama á ættarmóti. Svo var ég bara allt í einu kominn í Stundina Okkar með Björgvini Franz."

Hvernig kom það til að þú lékst í Lof mér að falla?

„Mamma reddaði þessu bara, ég var aukaleikari og sást í tvær sekúndur. Þeim var fagnað vel þar sem ég hafði mikinn áhuga á að leika og leiklist þegar ég var yngri en núna er áhuginn bara boltinn," sagði Ívan Óli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner